Handbolti - ÍBV-Fram leikur 2

03.apr.2018  21:07

Úrslitakeppnin hjá stelpunum er hafin og eru okkar stelpur 1-0 undir á móti Fram. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í einvíginu fer í úrslitaleikina. Þess vegna er það gríðarlega mikilvægt að Eyjamenn fjölmenni á leikinn í Eyjum á fimmtudaginn kl. 18.00. Stelpurnar eru staðráðnar í að gefa allt í leikinn en þær hafa verið sterkar á heimavelli í vetur og eru taplausar í Eyjum það sem af er á árinu. Ykkar stuðningur skiptir miklu máli og er þeirra áttundi maður á vellinum. Allir á völlinn.

Áfram ÍBV