Handbolti - Deildarmeistararnir komnir heim

27.mar.2018  08:35

Eftir góðan sigur í Rússlandi

Deildarmeistarar ÍBV í handknattleik komu heim í gærkvöldi eftir góða ferð til Rússlands strax eftir að titillinn var kominn í höfn. En eins og flestir vita þá unnu þeir rússneska liðið Skif Krasnodar með tveimur mörkum 23-25 sl. sunnudag. Formaður og framkvæmdastjóri félagsins tóku á móti þeim á bryggjunni við heimkomuna og færðu þeim Deildarmeistaraegg.

Seinni leikurinn í 8-liða úrslitum áskorendakeppninnar fer svo fram í Vestmannaeyjum nk. laugardag kl. 15:00.

ÍBV óskar strákunum enn og aftur innilega til hamingju með frábæran árangur og hvetjum við alla til að kíkja í höllina á laugardaginn.