Handbolti - ÍBV á möguleika á deildarmeistaratitlinum

20.mar.2018  23:27

Miðvikudaginn 21. mars kl. 20.30 spila strákarnir á móti Fram í Safamýri en þetta er síðasti leikurinn í deildinni. Við hvetjum alla til þess að fjölmenna á leikinn en staðan er þannig að mögulega gæti farið bikar á loft. 
ÍBV, Selfoss og FH eru öll jöfn að stigum og eiga öll möguleika á að taka bikarinn. 
Ef öll þrjú liðin sigra sína leiki þá enda þau jöfn að stigum og vinnur ÍBV þá deildina með besta innbyrðis árangur milli þessara þriggja liða. Vinni ÍBV og FH sína leiki en Selfoss tapar þá eru ÍBV meistarar.
Möguleikar Selfyssinga felast í því að FH nái ekki að vinna Stjörnuna, eða ÍBV nái ekki að vinna Fram. Ef Selfoss og ÍBV enda jöfn og efst í deildinni með 34 stig (eða 33 stig) ræður heildarmarkatalan úrslitum því þau unnu hvort annað með einu marki í deildinni. Þá eru Selfyssingar með sjö marka forskot á ÍBV og Eyjamenn yrðu því að vinna átta mörkum stærri sigur á Fram en Selfoss myndi vinna á Víkingum, til að fara uppfyrir Selfyssingana
Eina sem strákarnir okkar eru hugsa um er að klára sinn leik og svo sjáum við hvað gerist í öðrum leikjum. Allir leikirnir fara fram á sama tíma.
Stjarnan - FH 
Fram - ÍBV 
Selfoss - Víkingur

Áfram ÍBV