Handbolti - Agnar Smári og Róbert Aron í æfingahóp hjá B Landsliðinu

20.mar.2018  10:31

Guðmundur Guðmundsson og Einar Guðmundsson landsliðsþjálfarar hafa valið Agnar Smára Jónsson og Róbert Aron Hostert í 18 manna æfingahóp B landsliðs karla. En 16 þeirra munu taka þátt í 4 liða móti í Houten í Hollandi 4. - 7. apríl nk. Aggi og Robbi hafa verið að spila virkilega vel og eiga þetta fyllilega skilið.

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið