Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu mæta til leiks í tveimur leikjum í undankeppni EM á móti Slóveníu í þessum mánuði. Fyrst heima, í Laugardalshöll, miðvikudaginn 21. mars svo ytra sunnudaginn 25. mars.
Lokakeppni EM fer fram í Frakklandi dagana 29. nóvember til 16. desember.
Stelpurnar okkar eru í 5. riðli og er um þriðju og fjórðu umferð að ræða í undankepninni.
Staðan í riðlunum:
http://www.eurohandball.com/ech/women/2018/round/2/Qualification+2
Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 16 leikmenn til að taka þátt í þessum leikjum. Hópurinn kemur saman í Reykjavík til æfinga og verður æft dagana 18. - 20. mars. fyrir fyrri leikinn og svo 22. mars áður en haldið verður út til Slóveníu.
Frá ÍBV valdi Axel þær Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Ester Óskarsdóttir, auk þess var Díana Dögg Magnúsdóttir valin, Díana spilar fyrir Val í dag, en við teljum okkur alltaf eiga svolítið í henni. :)
Þær Ester og Jenný verða að sjálfsögðu með ÍBV í undanúrslitunum í bikar á fimmtudaginn og vonandi í úrslitaleik á laugardaginn
ÍBV er stolt af þessum stelpum og óskum við þeim til hamingju með valið, hér má sjá hópinn:
Nafn: Fæðingardagur: Leikir / mörk:
Arna Sif Pálsdóttir, Debreceni DVSC 5.1. 1988 131/203
Birna Berg Haraldsdóttir, Aarhus United 21.6. 1993 48/97
Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur 19.09.1997 0/0
Ester Óskarsdóttir, ÍBV 11.5. 1988 12/6
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar 30.11. 1996 10/0
Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax Köbenhavn 30.6. 1994 14/9
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, ÍBV 28.2. 1982 54/1
Hafdís Renötudóttir, SönderjyskE 12.7. 1997 7/0
Helena Rut Örvarsdóttir, Byåsen 17.5 .1994 16/29
Hildigunnur Einarsdóttir, Hypo 11.2. 1988 77/79
Karen Knútsdóttir, Fram 04.02.1990 86/310
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss 21.9. 1996 3/8
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 10.061997 11/8
Stefanía Theodórsdóttir, Stjarnan 12.6. 1997 4/1
Thea Imani Sturludóttir, Volda 21.1. 1997 17/16
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram 14.8. 1989 83/211