Handbolti - Olísdeildin tekur þátt í Píeta átakinu

19.feb.2018  14:50

ÍBV tekur að sjálfsögðu þátt í Píeta verkefninu með HSÍ og Olísdeildinni.

Olísdeildin og Píeta samtökin, sem einbeita sér að forvörnum gegn sjálfsvígum og

sjálfsskaða, hafa tekið höndum saman og vinna nú í sameiningu að vitundarvakningu

og söfnun fyrir samtökin. Söfnunin fer fram á pieta.is og einnig verða seld sérstök

Píeta-armbönd á leikjum í Olísdeildinni.

 

Með yfirskriftinni „Segðu það upphátt“ minnum við á mikilvægi þess að tala opinskátt

um hlutina og leita í vinina og baklandið ef þér líður illa, en ekki síður mikilvægi þess

að við hin látum öll vita af því að við séum til staðar fyrir alla þá sem standa okkur

nærri og glíma við slíka vanlíðan – að við ætlum ekki að standa aðgerðalaus hjá, við

séum tilbúin til að hlusta og aðstoða – eða í það minnsta hjálpa viðkomandi að leita

sér aðstoðar.

PÍETA YFIRLÝSINGIN

 „Ég vil vera til staðar fyrir alla sem líður illa og leita til mín.

Ég ætla ekki að standa aðgerðarlaus hjá ef mig grunar að

einhver nálægt mér glími við vanlíðan, og gera mitt besta

til að aðstoða. Án þess að þó að ganga of nærri mér eða

viðkomandi – en hvetja til að leita aðstoðar sérfræðinga ef

þurfa þykir.

Enginn ætti að burðast einn með sársauka.

Ég vildi bara segja þetta upphátt.“

 

#segðuþaðupphátt  #píeta.