Handbolti - ÍBV í evrópukeppni á laugardaginn

08.feb.2018  23:41

Á laugardaginn kl. 13.00 fer fram fyrri leikur ÍBV á móti SGS Ramhat Hashron HC frá Ísrael í 16 liða úrslitum í áskorendakeppni evrópu. Leikurinn fer fram heima í Eyjum og svo fara okkar menn út að spila helgina eftir. Það er gríðarlega mikilvægt að ná sem bestum úrslitum hér heima til að fara með gott veganesti í erfiðan útileik. Við skorum á Eyjamenn að fjölmenna á leikinn og styðja okkar stráka.
Forsala aðgöngumiða fer fram í Tvistinum.
Barnapössun meðan á leiknum stendur.

Áfram ÍBV