Handbolti - Fimm frá ÍBV í U-16 kvenna í handbolta

28.des.2017  18:31

Rakel Dögg Bragadóttir og Ólafur Víðir Ólafsson þjálfarar U-16 ára landsliðs kvenna hafa valið 21 manna hóp til æfinga 5.-7. janúar. ÍBV á fimm stelpur í þessum annars sterka hóp, það eru þær Andrea Gunnlaugsdóttir, Mía Rán Guðmundssdóttir, Linda Björk Brynjarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Bríet Ómarsdóttir.
ÍBV óskar þeim til hamingju með verðskuldað val.
Áfram ÍBV