Handbolti - Fimm leikmenn frá ÍBV í U 20 karla

22.des.2017  23:27

Bjarni Fritzson þjálfari U-20 ára landsliðs karla hefur valið 26 manna hóp sem æfir 2-6 janúar 2018. Fimm leikmenn voru valdri frá ÍBV og fara þeir Andri Ísak Sigfússon, Friðrik Hólm Jónsson, Daníel Örn Griffin og Gabriel Martines Róbertsson til æfinga með liðinu en Elliði Snær Viðarsson fékk frí frá þessu verkefni þar sem hann er að jafna sig af meiðslum sem hafa verið að plaga hann í töluverðan tíma.

Einnig er gaman að geta þess að sjötti eyjamaðurinn, Jörgen Freyr Ólafsson sem uppalinn er hjá ÍBV en spilar nú með Haukum, er á meðal þeirra sem valdir voru.

Til lukku strákar og gangi ykkur vel.