Handbolti - Sandra í U-20 hjá HSÍ

20.des.2017  13:49

Stefán Arnarson og Hrafnhildur Skúladóttir landsliðsþjálfarar U-20 í handbolta hafa valið 24 stúlkur til æfinga milli jóla og nýárs.
Liðið undirbýr sig fyrir undankeppni HM sem fram fer í mars en stúlkurnar hittast aftur helgina 5. - 7. janúar.
Þau völdu Söndru Erlingsdóttur frá ÍBV í hópinn sem mun æfa saman í Reykjavík.  Sandra hefur staðið sig frábærlega með ÍBV og verið í A-landsliðshóp Íslands er því vel að þessu valin komin.

ÍBV óskar Söndru innilega til hamingju með þennan árangur