Handbolti - Kári Kristján á EM í Króatíu

20.des.2017  11:30

Geir Sveinsson hefur valið Kára Kristján Kristjánsson í 16 manna hóp sem mun mæta til leiks á EM í Króatíu í janúar. Æfingar íslenska liðsins hefjast 28. desember. Liðið mun spila vináttulandsleik við Japan í Laugardalshöll 3. janúar áður en haldið er til Þýskalands þar sem spilaðir verða tveir leikir við heimamenn. Þaðan liggur leiðin til Króatíu.

ÍBV óskar Kára Kristjáni innilega til hamingju með valið.

 

Leikir Íslands á EM í Króatíu:

Svíþjóð - Ísland, föstudaginn 12. janúar kl. 17:15

Ísland - Króatía, sunnudaginn 14. janúar kl. 19:30

Serbía - Ísland, þriðjudaginn 16. janúar kl. 17:15