Handbolti - Villt þú fara með til Tel Aviv

11.des.2017  15:39

ÍBV mfl. karla í handbolta dróst gegn SGS Ramhat Hashron HC í 16-liða úrslitum Challenge Cup. Fyrri leikurinn fer fram hér heima 10. febrúar n.k., og seinni leikurinn í Tel Aviv 17. febrúar.

Heyrst hefur af áhugasömum aðilum sem langar að slást í för með liðinu í ferðina til Tel Aviv. Höfum við sett okkur í samband við Wow Air varðandi flug og ísraelska liðið varðandi hótel í mögulegri ferð.

 

Eftirfarandi pakki stendur til boða (lágmarksþátttaka 12 manns):

Flug: KEF-TLV WW 698 14.02.2018 kl. 07.00 – ein taska innif.

Flug: TLV-KEF WW 699 18.02.2018 kl. 07.10 – ein taska innif.

Hótel m. morgunmat í 4 nætur í 2 manna herbergi

Verð: Flug 55 þús. hótel ca. 35 þús. = 90 þús. á mann*

 

Áhugasamir hafi samband í gegnum email fyrir 18. desember á ibvtelaviv2018@gmail.com þar sem fram kemur:

  • Nöfn farþega og fæðingardagur

 

*Flug greiðist beint til Wow Air. Verð á hóteli gæti tekið breytingum m.v. gengi (m.v. 300$ á mann í 4 nætur)