Handbolti - Teddi í afrekshóp A landsliðsins

18.okt.2017  12:22

Geir Sveinsson hefur valið Theodór Sigurbjörnsson í afrekshóp karla sem æfir 25. - 28. október nk. En hópurinn er að mestu leyti skipaður leikmönnum Olís deildarinnar.

Þessi hópur er fyrst og fremst hugsaður til undirbúnings fyrir þá leikmenn sem hugsanlega gætu komið inn í A landsliðið á næstu árum. Einar Guðmundsson stýrir æfingum hópsins.

ÍBV óskar Tedda innilega til hamingju með valið.