Fótbolti - Hafsteinn Briem heldur á ný mið - Kristján áfram með liðið

17.okt.2017  20:14

Knattspyrnudeild ÍBV vill þakka Hafsteini Briem fyrir árin þrjú með félaginu. Öll árin fór ÍBV í undanúrslit bikarsins og færðist ár hvert skrefinu nær titlinum, sem endaði í okkar höndum á þriðja ári Hafsteins. Það er eftirsjá eftir góðum leikmanni og karakter fyrir liðið.

ÍBV er stórhuga fyrir næsta tímabil og ætlar að byggja upp samkeppnishæft lið til að keppa á toppi deildarinnar á nýjan leik. ÍBV vill jafnframt koma því til skila að Kristján Guðmundsson er þjálfari liðsins og verður það áfram, þrátt fyrir sögusagnir og getgátur um annað. Kristján skrifaði undir 3 ára samning fyrir ári síðan og skilaði klúbbnum sínum fyrsta titli í 19 ár á sínu fyrsta ári með félagið.

Fulla ferð áfram