Fótbolti - 13 leikmenn skrifuðu undir um helgina

03.okt.2017  09:31

Mfl. kvk. í knattspyrnu

Það var nóg um að vera hjá ÍBV Íþróttafélagi um helgina, meðal annars skrifuðu 13 leikmenn meistaraflokks kvenna í knattspyrnu undir áframhaldandi samninga við félagið, Sóley Guðmundsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir, Sesselja Líf Valgeirsdóttir, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Díana Helga Guðjónsdóttir, Guðný Geirsdóttir, Sirrí Sæland, Margrét Íris Einarsdóttir, Sóldís Eva Gylfadóttir, Inga Hanna Bergsdóttir auk erlendu leikmannanna Caroline Van Slumbrouck og Katie Kraeutner. Þá má einnig geta þessa að Cloe Lacasse er samningsbundin út næsta tímabil.

Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir okkur, en í þessum hóp eru lykilleikmenn ásamt ungum og efnilegum stúlkum.

Það stefnir því í spennandi og skemmtilegt sumar í Pepsi 2018.