Handbolti - Sjö frá ÍBV í yngir landsliðum HSÍ

20.sep.2017  21:28

Helgina 29. september - 1. október hafa öll sex yngri landslið Íslands verið boðuð til æfinga auk þess sem Háskólinn í Reykjavík muna mæla líkamlega getu allra leikmanna.
Það er ljóst að það er mikill efniviður í yngri flokkunum okkar enda á ÍBV sjö fulltrúa á þessum æfingum. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með valið, það er mikill heiður fyrir klúbbinn að eiga þessa flottu fulltrúa.
Hér má sjá umrædda leikmenn:

U 16
Andrea Gunnlaugsdóttir
Harpa Valey Gylfadóttir
Mía Rán Guðmundsdóttir
U18 ka
Ívar Logi Styrmisson
Páll Eiríksson
U20 kv
Sandra Erlingsdóttir
U20 ka
Friðrik Hólm Jónsson

Þess má einnig geta að Þóra Guðný Arnarsdóttir var einnig valin í u 20 kv. Þóra leikur með Gróttu í vetur, en við teljum okkur að sjálfsögðu eiga eitthvað í henni ennþá.  Til hamingjum með valið Þóra.

Áfram ÍBV