Handbolti - Fyrsti heimaleikur vetrarins í handboltanum í dag

18.sep.2017  13:18

Þá er loksins komið að því, fyrsti heimaleikur tímabilsins í Olísdeild kvenna. Stelpurnar eru búnar með einn leik, sem endaði með sannfærandi sigri á móti nýliðum Fjölnis. Mótherjar þeirra í þetta skiptið er sterkt lið Vals sem sigraði Hauka í spennandi leik á Ásvöllum í fyrstu umferð. Það er ljóst að þetta verður hörku leikur og þinn stuðningur skiptir máli.
Mánudagur kl. 18.00

Áfram ÍBV