Mfl kvenna gerði góða hluti á Ragnarmótinu á Selfossi og enduðu í öðru sæti. Stelpurnar áttu stórleik á miðvikudaginn þegar þær unnu lið Selfoss 37-15. Á þriðjudaginn unnu þær Val 27-29, en töpuðu fyrsta leiknum á móti Íslandsmeisturum Fram 34-36. Stelpurnar voru að spila flottan handbolta í mótinu. Sandra Erlingsdóttir var valin besti leikmaður mótsins, frábær framistaða hjá þessum unga og flotta leikmanni. Óskum Söndru til hamingju með þessi verðskulduðu verðlaun.
Áfram ÍBV