Fótbolti - Ekkert pláss fyrir áhorfendur um helgina

23.ágú.2017  14:40

Á laugardagin kemur, mæta galvaskir Valsmenn á Hásteinsvöll.

Sú erfiða staða er komin upp að hrekja þarf okkar dyggustu áhorfendur frá vellinum að þessu sinni, þar sem ekki verður pláss fyrir áhorfendur á þessum leik.
Ástæðan er einfaldlega sú að nú verður stuðningsmönnum stillt upp í hvert stæði á vellinum og allir sem hingað til hafa talist til áhorfenda þurfa að breytast í stuðningsmenn.

Leikar hefjast á Hásteinsvelli kl 16:00 á laugardaginn. 
Gerum allt tryllt undir Hánni.
Myndum þéttan hóp í stúkunni og hvetjum liðið til sigurs.
ÁFRAM ÍBV