Handbolti - ÍBV - Haukar á fimmtudaginn

21.mar.2017  09:45

Það er stórleikur í Íþróttamiðstöðinni á fimmtudaginn þegar íslandsmeistarar Hauka sækja okkur heim. Haukar eru fyrsta sæti með 33 stig og ÍBV í öðru með 31 stig, FH er svo í þriðja með 29 stig en eiga leik til góða. Með sigri jafnar ÍBV Hauka að stigum og komast upp fyrir þá í töflunni. 
Strákarnir okkar gerðu góða ferð á Selfoss í síðasta leik og unnu sannfærandi sigur. Síðasti heimaleikur var líka frábær skemmtun þar sem strákarnir spiluðu á dúknum í stóra salnum fyrir framan fullt af áhorfendum. Nú ætlum við að endurtaka leikinn og væri gaman að fá ennþá fleiri áhorfendur en síðast. 
Barnapössunin verður að sjálfsögðu á sínum stað og seldar verða pizzur frá 900 Grillhús í hálfleik. Þessum leik vilt þú ekki missa af.

Áfram ÍBV