Handbolti - ÍBV - FH Olísdeild Karla

07.mar.2017  11:51

Á fimmtudaginn kl. 18.30 fer fram stórleikur í Vestmannaeyjum milli ÍBV og FH. ÍBV hefur verið að spila vel að undanförnu og komust upp í þriðja sætið með sigri á móti Aftureldingu á sunnudaginn. FH-ingar hafa líka verið á mikilli siglingu í vetur en þeir eru í öðru sæti með þriggja stiga forskot á ÍBV. Sigur í þessum leik færir okkur því nær öðru sætinu. 
Nú er um að gera að fjölmenna á völlinn og gera allt vitlaust á pöllunum. Það þarf ekki að hafa fyrir því að elda þar sem það verða seldar pizzur frá 900 Grillhús í hálfleik og barnapössunin verður á sínum stað.

Áfram ÍBV 
#olísdeildin