Handbolti - ÍBV - Valur Olísdeild kvenna

04.mar.2017  08:19

Laugardaginn 4. mars fá stelpurnar lið Vals í heimsókn. Valur eru í þriðja sæti með 16 stig, jafnmörg stig og Haukar sem eru í fjórða sæti. ÍBV kemur svo í fimmta sæti með 15 stig sem þýðir að með sigri á móti Val náum við að komast upp fyrir þær. Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið þar sem einungis fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppnina. Mætum á völlinn og styðjum okkar lið.

Áfram ÍBV