Handbolti - Dagur Arnarsson valinn í landsliðshóp.

03.jan.2017  17:05

Þeir Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson hafa hafa valið 18 leikmenn fyrir undankeppni HM 2017, sem fer fram í Serbíu 6.-8. janúar. Dagur Arnarsson er þar fulltrúi ÍBV en vegna meiðsla í ökla hefur hann dregið sig út úr hópnum og fer því ekki með liðinu til Serbíu. 
Við eyjamenn eigum þó í tveimur öðrum leikmönnum í hópnum því þeir Hákon Daði Styrmisson sem nú leikur með Haukum og Nökkvi Dan Elliðason leikmaður Gróttu voru einnig valdir.