Handbolti - Jenný kölluð inn í landsliðið

29.nóv.2016  14:15

Axel Stefánsson hefur kallað Guðný Jenny Ásmundsdóttir inn í landsliðshópinn þar sem  Elín Jóna Þorsteinsdóttir er meidd. Jenný hefur spilað 48 leiki og tekið þátt í tveimur stórmótum með íslenska liðinu. Þessi 34 ára gamli markmaður hefur komið sterk inn í tímabilið eftir að hafa tekið sér pásu vegna barneigna, en hún eignaðist barn fyrir rúmu ári síðan.

Til hamingju með valið Jenný