Handbolti - Úrtaksæfingar hjá U-19 karla

03.nóv.2016  08:34

ÍBV á 5 leikmenn í 28 manna úrtakshóp á landsliðsæfingum hjá HSÍ um helgina. Landsliðsþjálfarar völdu þá Andra Ísak Sigfússon, Ágúst Emil Grétarsson, Daníel Griffin, Friðrik Hólm Jónsson og Loga Snædal Jónsson í þetta verkefni.

Við óskum strákunum til hamingju með áfangann og óskum þeim góðs gengis um helgina