Handbolti - Tap á móti Benfica

30.nóv.2015  08:13

Handbolta strákarnir duttu út úr evrópukeppninni um helgina eftir að hafa tapað tveimur leikjum á móti sterku liði Benfica, en báðir leikirnir voru spilaðir í Portugal. Fyrri leikurinn var spilaður á föstudaginn og taldist okkar heimaleikur endaði 26-28 fyrir Benfica. Strákarnir börðust eins og ljón og voru einu marki yfir í hálfleik 14-13. Einar Sverrisson fór á kostum í þeim leik og skorðaði 12 mörk. Seinni leikurinn sem var á laugardaginn endaði 34-26 fyrir Benfica, ÍBV var einu marki undir í hálfleik 17-16. Aftur var það Einar Sverris sem var atkvæðamestur en hann skoraði sex mörk í þessum leik. Samanlagt sigraði Benfica 52-62 og er komið áfram í næstu umferð. ÍBV strákarnir mega eiga það að þeir börðust eins og ljón allan tímann og náðu virkilega að stríða sterku liði Benfica. Næsti leikur hjá strákunum er föstudaginn 4. des kl. 18.00 á móti FH í Kaplakrika.