Handbolti - Díana Dögg Magnúsdóttir í A-landsliðið í handbolta

18.nóv.2014  15:06
Hin unga og efnilega Díana Dögg Magnúsdóttir var valin í A-landsliðshóp fyrir leiki í forkeppni HM 2015 við Ítalíu og Makedóníu. Þjálfari liðsins Ágúst Þór Jóhannsson hefur valið 22 leikmenn í landsliðshóp Íslands fyrir leikina.
Liðið heldur af stað mánudaginn 24. nóvember og mun mæta Ítölum í Chieti fimmtudaginn 27. nóvember kl 17.00. Sunnudaginn 30. nóvember kl 16.00 mæta svo Ítalir í Laugardalshöllina í síðari leik liðanna. Ísland mætir svo Makedóníu miðvikudaginn 3. desember kl 19.30 í Laugardalshöll. Daginn eftir heldur svo íslenska liðið af stað til Makedóníu þar sem síðari leikur liðanna fer fram í Skopje laugardaginn 6. desember kl 16.45.
 
ÍBV óskar Díönu Dögg til hamingju með þennan glæsilega árangur.