Handbolti - Bikarkvöld í handboltanum í kvöld 11. nóv.

11.nóv.2014  14:43
 Í kvöld klukkan 18 mæta Eyjastúlkur liði Stjörnunnar í Garðabænum í 16 liða úrslitum, búast má við hörkuleik þar sem liðin skipa 3.(ÍBV) og 4.(Stjarnan) sæti deildarinn, við hvetjum Eyjamenn sem eiga heimangengt að mæta á völlinn og styðja okkar stelpur. ÍBV 2 tekur svo á móti Haukum hér í Eyjum en ÍBV 2 skipa ýmsar gamlar kempur sem gaman verður að sjá etja kappi við Olísdeildar lið Hauka, leikurinn fer fram hér í Eyjum og hefst klukkan 18:30.