Handbolti - Hópferð á úrslitaleik Hauka og ÍBV

14.maí.2014  11:34

Leikur sem enginn vill missa af! Uppselt í rútur

ÍBV stendur fyrir hópferð á leik Hauka og ÍBV í Schenkerhöllinni sem fram fer 15. maí kl: 19:45
Brottför með Herjólf 15:00 (mæta tímanlega) heimför áætluð 23:30
Höfum yfir að ráða 370 rútusætum. Allt uppselt!
Kostnaður fyrir rútu og inná leik er 4.000,- (15 ára og yngri greiða 2.500,-)
Herjólfur býður fríar ferðir til stuðningsmanna kl:15:00 og heim 23:30 en það þarf samt hver og einn að bóka fyrir sig hjá Herjólfi.
Gulli fararstjóri er með  síma 697-7892
Þeir sem eiga bókað í ferðina verða að sækja miðana milli 10 og 14 í dag fimmtudag, niður á Herjólfsafgreiðslu. Ósóttir miðar verða seldir eftir það.
Allir miðar sem ÍBV fékk eru nú uppseldir miðasala opnar hjá Haukum tveimur tímum fyrir leik og þar verða 600 miðar í boði fyrstir koma fyrstir fá.