Handbolti - Glæsilegur árangur ÍBV krakka um helgina

03.mar.2014  15:19
Um helgina fór Coka Cola bikar HSÍ  fram í Laugardalshöll og er ekki annað hægt en að hrósa HSÍ fyrir frábæra umgjörð.

ÍBV átti þrjú lið í úrslitum en það voru 4. flokkur kvenna yngra ár, 4. flokkur karla eldra ár og 3. flokkur kvenna. Öll þessi lið stóðu sig frábærlega og voru félaginu sínu til mikils sóma bæði innan vallar sem utan.

Úrslitin í leikjunum urðu þessi:

4. flokkur kvenna

ÍBV - Þór KA 23-22 eftir framlengdan leik þar sem Inga Hanna Bergsdóttir var valinn besti maður leiksins en hún varði meðal annars 3 vítaköst. Þjálfari stúlknanna er Unnur Sigmarsdóttir

4. flokkur karla

ÍBV - ÍR 27-17 besti maður leiksins var Friðrik Hólm Jónsson en hann skoraði 8 mörk. Þjálfari strákanna er Stefán Árnason.

3. flokkur kvenna

ÍBV - Fram 22-23 eftir æsispennandi lokamínútur þar sem að Fram tryggði sér sigurinn þegar 5 sekúndur voru til leiksloka. Þjálfarar stúlknanna eru Jón Gunnlaugur Viggósson og Svavar Vignisson.

 

ÍBV íþróttafélag óskar þessum glæsilegum krökkum sem og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur en aðeins ÍBV og Fram áttu þrjú lið í bikarúrslitum að þessu sinni. Einnig langar okkur að nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu eyjamönnum sem komu og studdu við bakið á krökkunum okkar því stuðningur áhorfenda er ómetanlegur í leikjum sem þessum.

 

Þegar heim var komið beið hópsins móttaka á Básaskersbryggju þar sem Herjólfur og Eyjamenn þeyttu lúðrana krökkunum til heiðurs. Aðalstjórn ÍBV tók á móti krökkunum og afhenti þjálfurum þeirra og fyrirliðum bikarmeistara blómvendi og svo var glæsileg pizzaveisla í boði HKK heildverslunar og viljum við þakka þeim höfðinglegar móttökur.