Handbolti - Leikur í kvöld

13.feb.2014  11:15
Meistaraflokkur karla í handknattleik leikur í kvöld, fimmtudag, heimaleik gegn Val. Um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða þar sem annað sætið er í húfi. Fyrir leikinn er ÍBV í öðru sæti með 16 stig en Valur í því þriðja með 15 stig. Leikurinn hefst kl 19:00 í nýja salnum og óska strákarnir okkar eftir fullu húsi. Láttu sjá þig á frábærum leik þar sem tvö af sterkustu liðum deildarinnar mætast. Áfram ÍBV.