Handbolti - 2 bestu markmenn landsins með námskeið um helgina. Allir markmenn velkomnir.

18.júl.2013  12:00
 Landsliðsmarkmennirnir Daníel Freyr Andrésson og Dröfn Haraldsdóttir munu halda æfingu fyrir handknattleiksmarkmenn  yngri flokka ÍBV, laugardaginn 20.júlí klukkan 15:00 upp í íþróttamiðstöðinni. Daníel Freyr sem er einn allra besti markvörður Íslands í dag, var valinn besti markvörður íslandsmótsins á síðastliðnu tímabili. Það er því mikill fengur að fá þennan hæfileikaríka leikmann til að miðla reynslu sinni til markmanna okkar. Dröfn Haraldsdóttur þarf vart að kynna fyrir Eyjafólki enda Eyjamær í húð og hár. Dröfn sem lék með íslenska kvennalandsliðinu á EM í Serbíu 2012 er einn efnilegasti markvörður íslands í dag og fest sig í sessi sem einn besti markvörður okkar íslendinga. Handknattleiksdeild ÍBV hvetur því þá krakka sem komast til þess að mæta á þessa einu æfingu, laugardaginn 20.júlí kl 15:00 upp í Íþróttamiðstöðinni.