Handbolti - Simona farin heim.

18.jún.2013  18:44
Simona Vintila mun halda heim til Rúmeníu og leika með sínu gamla félagi á næsta tímabili. Simona kom aftur til ÍBV í vetur eftir að hafa leikið hér með góðum árangri 2004-2005. 
 
Það er því ljóst að engin af þeim erlendu leikmönnum sem voru hér síðasta tímabil munu leika með liðinu næsta vetur.
 
Þjálfarar og stjórn eru að vinna að styrkingu fyrir næsta tímabil. Það mun vonandi verða upplýst um nýja leikmenn á komandi vikum.
 
ÍBV þakkar Simonu fyrir veturinn og vonar að henni gangi vel í Rúmeníu.