ÍBV gekk í gær frá samning við Hörð Másson, samningurinn er til eins árs. Hörður er örvhentur leikmaður frá Selfossi. Hann lék í fyrra með HK en færði sig aftur á Selfoss í vetur. Þar lék hann 13 leiki og skoraði í þeim 54 mörk.
Hörður mun flytja til Eyja ásamt unnustu sinni í sumar.
Herði er ætlað að fylla skarð Nemanja Malovic sem flutti til Sviss fyrir skemmstu.
ÍBV fagnar komu Harðar og vonar innilega að hann og frúin munu hafa það gott á Eyjunni fögru.