Handbolti - Lokaleikur strákanna, bikarinn á loft!

21.mar.2013  08:26
Á morgun föstudag klukkan 19:30 mun karlalið ÍBV leika sinn síðasta leik á tímabilinu, Víkingar koma þá í heimsókn. ÍBV liðið hefur spilað mjög vel á þessari leiktíð, aðeins tapað einum leik en það var einmitt gegn Víkingum í október sl. Síðan þá hefur ÍBV leikið 18 leiki í röð án taps (16 sigrar og 2 jafntefli) sem er met hjá klúbbnum.
 
Eftir leikinn fá strákarnir afhent sigurlaun sín og bikarinn fer á loft. Handboltaráð ÍBV hefur ákveðið að blása til veislu. Allir krakkar sem mæta í ÍBV búningum fá páskaegg, krókódílum verður boðið upp á léttar veitingar (í fundarherberginu) fyrir og eftir leik sem og í hálfleik, dregið verður í happadrætti, harmonikuspil þar sem Finnur ökukennari mun leika fyrir gesti o.fl. Húsið opnar klukkan 18:45.
 
Handboltaráð vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta og fagni með strákunum okkar! ÁFRAM ÍBV