Yngri flokkar - Fréttir af 7. flokki karla í knattspyrnu

12.mar.2013  10:28

Í  7.flokki kk eru strákar sem eru fæddir 2005 og 2006. Þetta eru hressir og skemmtilegir strákar sem mæta vel á æfingar. Þjálfarar flokksins eru Ian Jeffs og Friðrik Óskar Egilsson.

Á æfingunum eru við að æfa okkur í grunndvallaratriðum í knattspyrnu þ.e. sendingum, móttöku, skotum og að læra reglurnar inn á fótboltavellinum.

Við æfum þrisvar sinnum í viku á mánudögum og miðvikudögum klukkan 13:45 og fimmtudögum 14:45. Við leggjum ríka áherslu á að strákarnir læri grundvallaratriðin í gegnum skemmtilegan leik og umfram allt að strákarnir hafi gaman.

3. mars fór 7. flokkur kk í Hveragerði og spilaði við Selfoss æfingaleiki í flottu uppblásnu höllinni. Í Hveragerði hittum við félaga okkar úr Rangárhverfinu. Við erum í samstarfi við Rangárhverfi og spilum saman undir merki IBV.  Þjálfari Rangárhverfisins er Lárus Viðar Stefánsson og Ólafur Örn Oddsson, slóðin á heimasíðuna hjá þeim er hér http://www.kfrang.is/

Þetta var góð dagsferð og skemmtilegt fyrir strákana að fá að spila við sína jafnaldra af fastalandinu. Við fórum í sund á Selfossi og enduðum svo daginn á pizzuveislu á Kaffi Krús  sem var rosalega gott. Dagurinn var í alla staði frábær og viljum við þakka foreldrum fyrir góðar undirtektir og stuðning við strákana. Við fylltum ekki einungins höllina í Hveragerði af iðkendum heldur líka foreldrum ;)

Á morgun miðvikudag stefnum við að því að hafa foreldrafund með foreldrum strákanna í Týsheimilinu og vonumst við til að sjá sem flesta. Þar förum við yfir mót sumarsins og fjáraflanir.