Grétar Þór Eyþórsson mun í kvöld leika sinn 200 deildarleik. Grétar er 6. leikmaður í sögu ÍBV sem nær þessum áfanga. Hinir eru Sigmar Þröstur Óskarsson, Guðfinnur Kristmannsson, Erlingur Richardsson, Svavar Vignisson og Sigurður Bragason.
Grétar hefur allan sinn feril leikið með ÍBV. Hann hélt til að mynda tryggð við félagið þegar hann stundaði nám í Reykjavík, en Grétar er menntaður íþróttafræðingur. Strákurinn er duglegur að starfa fyrir félagið og hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka ÍBV.
meira...
Grétar lék sinn fyrsta leik 2003 á móti Stjörnunni en þá þjálfaði Erlingur Richardsson einmitt liðið. Hann hefur nú leikið 199 leiki og skorað í þeim 515 mörk.
Ferill Grétars með ÍBV
2002-2003 4 leikir 0 mörk
2004-2005 27 leikir 20 mörk
2005-2006 25 leikir 48 mörk
2006-2007 17 leikir 91 mark
2007-2008 26 leikir 35 mörk
2008-2009 21 leikir 75 mörk
2009-2010 20 leikir 66 mörk
2010-2011 23 leikir 56 mörk
2011-2012 19 leikir 46 mörk
2012-2013 17 leikir 78 mörk
Handboltaráð óskar þessum mikla ÍBV-ara til lukku með áfangann og vonast eftir samvinnu við hann til mjög margra ára.