Nú er hafin lokabaráttan hjá karlaliðinu, aðeins 5 leikir eftir. Liðið hélt áfram að sanka að sér stigum um helgina, en á laugardaginn sigruðu þeir Fjölni nokkuð örugglega 40-20. Sigurinn kostaði þó sitt þar sem 3 leikmenn snéru sig á ökla. Einn fór þó verr en hinir þar sem Andri Heimir Friðriksson verður líklega frá í 3-5 vikur. Þetta er mikið áfall fyrir liðið þar sem Andri er gífurlega mikilvægur liðinu, bæði í sókn og vörn. Í síðustu viku var það svo staðfest að leikstjórnandinn Brynjar Karl Óskarsson er með slitið krossband og hefur lokið leik á þessu tímabili.
Liðið situr sem stendur í 1. sæti deildarinnar:
1. ÍBV 27 stig
2. Víkingur 25 stig
3. Stjarnan 25 stig
4. Selfoss 17 stig
5. Grótta 16 stig ( á einn leik til góða)
6. Fjölnir 7 stig
7. Þróttur 6 stig ( á einn leik til góða)
8. Fylkir 3 stig
meira....
Leikirnir sem eftir eru:
Lau 2. mars Fylkir úti
Þri 5. mars Grótta heima
Þri 12. mars Stjarnan úti
Fös 15.mars Þróttur heima
Fös 22. mars Víkingur heima
Liðið sem hafnar í 1. sæti fer beint í úrvaldeild
Lið í sætum 2-4 spilar í umspili um sæti í úrvalsdeild, ásamt liðinu í 7. sæti í úrvalsdeild.