Karlalið ÍBV gerði jafntefli við Selfoss á útivelli í gær. Um tíma leit út fyrir að heimliðið myndi hafa sigur því staðan var 25-21 þegar 4 mínútur voru eftir. Með mikilli baráttu og trú tókst liðinu hinsvegar að ná í jafntefli á erfiðum útivelli. Liðið situr enn í efsta sæti og aðeins 6 leikir eftir, 4 heimaleikir og 2 útileikir.
Það sem er þó sögulegast við leikinn á Selfossi er að strákarnir settu nýtt met. Þetta var 13. leikurinn í röð án taps (11 sigrar og 2 jafntefli). Gamla metið (12 leikir) er frá 1995 en þá sigraði liðið alla leiki sína í úrslitum 2. deildar. Með liðinu léku þá m.a þjálfarar liðsins í dag, Arnar Pétursson og Erlingur Rikka, Elliði bæjarstjóri ofl. Þjálfarar voru þá Sigurður Gunnarsson og Sigbjörn Óskarsson.
Næsti leikur strákanna er gegn Fjölni næsta laugardag hér í Eyjum. Það er bara óskandi að þeir haldi áfram að bæta þetta met.