Segja má að meistara og annarflokkur karla séu á leið í sannkallað draumaferð handboltamanna. Strákarnir eru á leið til Sevilla þar sem þeir munu æfa og spila 2 leiki við spænsk lið. Samhliða þessu munu þeir svo hvetja íslenska landsliðið sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í sömu borg.
Svona ævintýri er ekki gefins, en það er frábært að taka fram að ÍBV leggur ekki krónu í ferðina fyrir strákana... fyrir þessu unnu þeir algerlega sjálfir. Þeir hafa td tekið að sér að landa upp úr frystiskipum, gefið út plaköt og unnið að ýmsum smáverkefnum.
Þá er bara að vona að ferðin verði þeim skemmtileg!