5. flokkur kvenna eldra ár tók þátt í sínu öðru fjölliðamóti um síðustu helgi, en liðið keppir í 1.deild.
Á mótinu vann liðið þrjá leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik en sá leikur var úrslitaleikur um hvaða lið myndi vinna deildina og þá mótið. Leikurinn tapaðist með einu marki, Eyjakonur enduðu því í öðru sæti sem verður að teljast mjög góður árangur.
Þær unnu fyrsta mótið sem var haldið hér í Eyjum nokkuð sannfærandi.
Því er nokkuð greinilegt að efniviðurinn í kvennahandboltanum hér í Eyjum er mjög góður og verður skemmtilegt að fylgjast með þessum stelpum í framtíðinni.