Handbolti - Tveir stórsigrar hjá ÍBV í dag

10.nóv.2012  17:18
 Meistaraflokkur kvenna og karla unnu í dag stórsigra.
 
Kvennaliðið fékk Fylkir í heimsókn í dag og unnu þær með 15 mörkum eða 30-15.
ÍBV byrjuðu leikinn mjög vel og voru yfir allan leikinn. Staðan í hálfleik var 20-7 eyjakonum í vil. Seinni hálfleikurinn var aðeins jafnari en þá leyfði Svavar yngri stelpunum að spila og stóðu þær sig með stakri prýði.
Eyjakonur unnu svo leikinn með 15 mörkum eða 30-15.
 
Mörk ÍBV í leiknum: Simona Vintale 7, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Grigore Gorgata 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 4, Drífa Þorvaldsdóttir 3, Sóley Haraldsdóttir 2, Rakel Hlynsdóttir 1, Guðdís Jónatansdóttir 1, Ivana Mladenovic 1, Sandra Gísladóttir 1
 
 Það sama var upp á teningnum hjá strákunum og hjá stelpunum en þeir fengu Gróttu í heimsókn. Eyjamenn unnu leikinn með 17 mörkum eða 35-18.
Eyjamenn byrjuðu frábærlega þeir komust í 6-1 eftir aðeins 6 mínútur en þá tóku Gróttumenn aðeins við sér og minnkuðu muninn í 9-6 en þá bættu Eyjamenn bara aftur í og voru yfir í hálfleik eða 21-10.
Eyjamenn byrjuðu með Hauk Jónsson í markinu en skiptu síðan um markmann í hálfleik og þá kom Kolbeinn Aron í markið. Í byrjun seinni hálfleiks lokaði Kolbeinn gjörsamlega markinu og fékk ekki mark á sig í 13 mínútur. Þessi frábæra byrjun Eyjamanna í seinni hálfleik gerði það að verkum að þeir unnu öruggan og þægilegan sigur eða 35-18.
 

Mörk ÍBV í leiknum: Nemanija Malovic 9, Andri Heimir Friðriksson 7, Theódór Sigurbjörnsson 6, Grétar Þór Eyþórsson 3, Magnús Stefánsson 3, Guðni Ingvarsson 3, Anton Björnsson 1, Brynjar Karl Óskarsson 1, Sigurður Bragason 1, Sindri Haraldsson 1
Varin skot: Kolbeinn Aron Arnarsson 16, Haukur Jónsson 5