ÍBV og FH höfðu sætaskipti í N1 deildinni gærkvöldi en ÍBV vann glæsilegan sigur á Hafnfirðingum. Lokatölur urðu 27:18 og fer ÍBV því upp í þriðja sæti deildarinnar en FH niður í það fjórða. Florentina Stanciu, markvörður fór enn á ný á kostum í markinu en hún varði alls 23 skot, þar af eitt víti. Eyjaliðið lék reyndar afskaplega vel í seinni hálfleik enda skoraði FH aðeins fjögur mörk á síðustu 30 mínútum leiksins. Gaman var að sjá ungustelpurnar hjá ÍBV þær Drífu Þorvaldsdóttur og Rakel Hlynsdóttur, þær stóðu sig virkilega vel. Drífa hélt uppi sóknarleik liðsins og var makahæst ásamt Grigore með 7 mörk.
Mörk ÍBV: Drífa Þorvaldsdóttir 7, Grigore Gorgata 7, Simona Vintale 4, Ivana Mladenovic 4, Rakel Hlynsdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2.
Varin skot: Florentina Stanciu 23/1.