Handbolti - Karlaliðið spilar fyrstu handboltaleikina í vetur um helgina.

05.sep.2012  14:46
Næstkomandi helgi mun karlalið ÍBV spila sína fyrstu leiki fyrir komandi vetur. Stjarnan, sem er stjórnað af Gunnari Berg Viktorssyni, munu koma í heimsókn og leika 2 leiki.
 
Fyrri leikurinn er á föstudag klukkan 20:00 og sá síðari á laugardag klukkan 15:30.
 
Töluverð spenna er fyrir þessum vetri. Liðið varð fyrir miklum áföllum og missti 8 leikmenn! Gísli Jón, Pétur Pálsson, Vignir Stefáns, Birkir Már, Bragi Magg, Einar Gauti og Leifur Jóh fóru allir í önnur lið á meðan Davíð Þór Óskarsson lagði skóna á hilluna frægu.
ÍBV verslaði Nemanja Malovic frá Haukum og fékk svo til baka Guðna Ingvarsson (frá Selfossi) og Sindra Haraldsson sem tók skóna af hillunni frægu.
 
Allir eru velkomnir á þessa leiki um helgina.