Handbolti - ÍBV semur við framtíðarfólk.

30.ágú.2012  22:40
 Handknattleiksdeild ÍBV samdi í gær við 4 framtíðarkrakka. Um er að ræða skólastyrktarsamning þar sem krakkarnir fá greiddan skólakostnað á meðan þau æfa og keppa undir merkjum ÍBV. Þetta er fyrsti samningur þessara tegundar sem félagið gerir. Á fréttamannafundi sem haldin var í Týsheimilinu í gær kom fram að stefnan væri að koma sem flestum af okkar afrekskrökkum í þessa aðstæður.
 
Fyrir valinu að þessu sinni voru þau Drífa Þorvaldsdóttir, Svavar Kári Grétarsson, Hreiðar Örn Óskarsson og Bergvin Haraldsson. Í umsögn um þessa krakka segir að þau hafi öll æft vel í sumar, séu fyrirmyndar íþróttafólk sem öll setji stefnuna hátt.
 
Félagið vill óska þeim til hamingju með samninginn og vonar að þau geti blómstrað í náinni framtíð í íþrótt sinni.