Í kvöld verður sannkallaður stórleikur í Íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. Þá mun topplið Íslandsmótsins, Haukar, koma í heimsókn. Leikurinn er sá síðasti í 16 liða úrslitum Eimskipabikarsins.
Haukar hafa verið sannkallað stórveldi í íslenskum handbolta. Liðið hefur nánast einokað Íslandsmeistaratitilinn frá aldarmótum, unnið hann 8 sinnum frá árinu 2000.
Mikil tengsl eru á milli liðana en fjölmargir leikmenn hafa leikið með báðum þessum liðum. Í dag leika með ÍBV Gísli Jón Þórisson og Pétur Pálsson sem eru uppaldir Haukamenn, þá var þjálfari liðsins Arnar Pétursson fyrirliði Hauka 2009. Með Haukum leikur Birkir Ívar Guðmundsson og aðstoðarþjálfari liðsins er Gunnar Berg Viktorsson.
Það er nokkuð ljós að það verður við ramman reip að draga hjá strákunum okkar en það getur allt gerst í bikarkeppninni og nokkuð ljóst að með góðum stuðningi áhorfenda ætti leikurinn að geta verið mjög spennandi.
Leikmenn sem hafa leikið með báðum liðum:
Arnar Pétursson
Birkir Guðmundsson
Erlingur Richardsson
Gísli Guðmundsson
Gísli Jón Þórisson
Gunnar Berg Viktorsson
Kári Kristján Kristjánsson
Pétur Pálsson
Robertas Pauziolis
ÍBV sigraði síðast Hauka árið 2004. En síðan þá hafa liðin leikið 6 leiki.