Handbolti - Framtíðin björt!

01.nóv.2011  19:40

14 frá ÍBV í landsliðsverkefnum

Segja má að framtíðin sé mjög björt í handboltanum hjá ÍBV. Um þessar mundir eru 7 piltar og 7 stúlkur í landsliðsverkefnum. Haukur og Teddi eru í U-20 og Hallgrímur og Beddi í U-18. Hjá stúlkunum eru þær Berglind Dúna og Drífa í U-18. Í U-16 hjá stúlkunum eru 5 stelpur, þær Arna Þyrí, Sóley, Díana Dögg, ERla Rós og Sandra Dis og einnig er Unnur Sigmarsdóttir að þjálfa stelpurnar. Þá eru 3 piltar í U-16 sem kemur saman um næstu helgi, það eru þeir Dagur Arnarson, Hákon Daði Styrmisson og Guðmundur Tómas Sigfússon. Það er orðið mjög langt síðan við áttum svona marga leikmenn í landsliðum á sama tíma.
 
Það er greinilegt að handboltaakademían er að skila þeim væntingum sem til hennar voru gerðar, þó hún sé aðeins búin að vera starfrækt í 2 ár. Árni Stefáns og strákarnir eiga hrós skilið! Nú er bara að vona að ÍBV-urum fjölgi í yngri landsliðum á komandi misserum, nóg er af efniviði.