Árlegur bryggjudagur Handboltadeildar ÍBV fer fram laugardaginn 16. júlí frá kl: 11-15 í samstarfi við Böddabita. Staðsetning í húsi Fiskmarkaðarins við Friðarhöfn og verður boðið uppá úrval af fiski ss. siginn fisk, steinbít, lúðu, saltfisk, ýsu, skötusel, humar ofl.
Dorgkeppni barna verður á sýnum stað, skráning fer fram klukkan 10 við hús Fiskmarkaðarins og veitt verður frá 10:30 til 12:00.
Sölubás með ÍBV varningi, snertibúr frá Fiskasafninu og Tuðruferðir frá 11-13 ef veður leyfir og kostar kr. 500,- í tuðruferðina. Veitingasala stuðningskvenna handboltans verður að sjálfsögðu með sýnar ljúfengu vöfflur ofl gott.
Gerum okkur glaðan dag og styrkjum gott málefni í leiðinni.