Handbolti - Eyjapeyjar hættu aldrei

17.apr.2011  20:02

Áttu skilið að vinna

Afturelding slapp fyrir horn í fyrsta leik sínum gegn ÍBV í umspili um sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð. Mosfellingar unnu með einu marki, 28:27, eftir að Eyjmamenn sóttu hart að þeim síðustu 10 mínúturnar, náðu að jafna metin nokkrum sinnum en aldrei að komast yfir.

Liðin mætast öðru sinni í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöldi. Eyjamenn voru ósáttir dómgæsluna í leiknum, ekki síst þegar dæmd var lína á einn leikmann liðsins þegar hann fór inn úr hægra horni þegar skammt var eftir í stöðunni, 26:25, fyrir Aftureldingu.

Tekið af mbl.is