Handbolti - 4. sætið niðurstaðan

09.apr.2011  10:04

ÍBV mætir Aftureldingu í umspilinu

Karlalið ÍBV í handbolta endaði í fjórða sæti 1. deildar Íslandsmótsins í handbolta.  Eyjamenn áttu enn möguleika á þriðja sætinu fyrir síðustu umferðina en þá þurftu þeir að vinna Stjörnuna á útivelli en Garðbæingar voru fyrir síðustu umferðina í þriðja sæti með tveggja stiga forskot á ÍBV.  En Stjarnan hafði betur í gærkvöld 30:26.
Þar með er ljóst að ÍBV mætir Aftureldingu í umspili um laust sæti í úrvalsdeild.  Í hinni viðureigninni mætast svo Stjarnan og ÍR en sigurvegarar úr viðureignunum tveimur mætast í úrslitaleik um sætið góða.  Tvo sigurleiki þarf til að vinna.  Fyrsti leikurinn gegn Aftureldingu verður sunnudaginn 17. apríl í Mosfellsbæ, annar leikurinn verður í Eyjum þriðjudaginn 19. apríl og ef oddaleik þarf, þá fer hann fram fimmtudaginn 21. apríl í Mosfellsbæ.
 
Mörk ÍBV gegn Stjörnunni gerðu þeir Sigurður Bragason 10, Leifur Jóhannesson 6, Davíð Þór Óskarsson 3, Gísli Jón Þórisson, Vignir Stefánsson og Grétar Eyþórsson allir 2 mörk og Sindri Ólafsson 1.
 
Eyjafrettir.is greindu frá.